Tuesday, December 29, 2009

Sigurjón Kjartansson


varð að láta þennan herramann flakka með Jóni, hin helmingurinn af Tvíhöfða, unnin í Painter.

Jón Gnarr


af tilefni komu stórmyndarinnar Bjarnfreðarson læt ég þessa flakka. 2 ára photoshoptilraun.

Saturday, December 19, 2009

enn einn stúfurinn


þessi var fyrst málaður með vatnslitum sem ég einangraði með akríl medium og málaði síðan yfir með olíu, smá tilraunastarfssemi.

gamall stúfur


þessa gerði ég fyrir þremur árum, tilraun með blíant og photoshop.

Friday, December 18, 2009

Stúfur


Stúfur er alltaf í sérstöku uppáhaldi hjá  mér.
Painter

Friday, December 11, 2009

Bjúgnakrækir


smá æfing með Painter. Verður kannski notuð á jólakortið í ár.

Saturday, November 28, 2009

Tveir fiskar, fimm brauð


Í sumar skrapp ég á Þingvelli og veiddi mjög fallegar bleikjur á nýju flugustöngina mína og datt þá í hug að framkvæma gamla hugmynd, að mála 2 fiska og fimm brauð, svona nett biblíutilvísun, ég er svolítið svag fyrir slíku. Tók ca. 40 myndir af fiskunum því ég er það lengi að mála að vinnustofan væri farin að lykta illa ef ég hefði ætlað að láta fyrirsæturnar liggja þar til verkið væri búið.

Friday, November 13, 2009

Vermeer


Stúlka með perlueyrnalokk er tvímælalaust ein af mínum uppáhaldsmálverkum, svínið Konnráð bregður sér í hlutverk ýmissa málverka sem ég held upp á.

Monday, November 9, 2009

Sjálfsmynd


Að mála sjálfsmyndir er fastur liður hjá sumum árgöngum sem ég kenni og niðurstöðurnar eru oft frábærar. Þessi mynd er eins konar samsuða af nokkrum nemenda minna með sjálfsmyndirnar sínar.

Monday, November 2, 2009

Heimar


þetta er svona fólkakomponeríng. ( ég er í dulargervi lengst til hægri, smá Hitchcock syndrome.)
Olía á striga

Sunday, November 1, 2009

Johnny Cash


ég byrjaði á að gera skissu á blað sem ég tók síðan á síman minn og sendi yfir í tölvuna því ég gerði þessa upp í sumabústað og var ekki með skannan minn með. Síðan málaði ég hana í photoshop en datt í hug að gefa painter smá séns, hef aldrei komist upp á lag með að mála í painter en blandararnir þar eru mikið betri en í photoshop og olíupenslarnir eru fjári skemmtilegir.

Saturday, October 31, 2009

Pétur Jóhann


ég hef alltaf ætlað að gefa gvass litum meiri gaum svo það var upplagt að gera smá tilraun með þennan mæta mann.

Óbama


Tuesday, October 27, 2009

eppli og appelsína


Gerði þessar myndir fyrir ónefnda aðila en þær munu byrtast utan á umbúðum hjá þeim í framtíðinni. Olía og photoshop

Sunday, October 25, 2009

Gamli Rockwell


Rakst á profílmynd af Norman Rockwell og fannst upplagt að prufa nýju pennaoddana mína.

Saturday, October 24, 2009

svið


Langaði að gera tilraun með að teikna og skyggja með svörtum trélit, svolítið öðruvísi tilfinning en með blíanti, líklega vaxið.

Thursday, October 22, 2009

Helga og Ransa


þetta eru hárportrett af konu minni og dóttur.

Wednesday, October 21, 2009

einhver Óli

strákarnir í vinnunni

Ég fékk nokkra vini mína til að posa sem óræðir menn í óræðri biðröð, erlendir verkamenn á leið heim, Íslendingar á Múlakaffi?

Rjúpa

Hvort ég er hér undir áhrifum frá Guðmundi frá Miðdal veit ég ekki en mömmu fannst rjúpan heldur horuð og illa til reika. Ég er með þessa rjúpu uppstoppaða í stofunni minni og hef gert nokkrar myndir af henni, þessi er gerð með kolum.

Hamarinn minn

Það mælti mín móðir

Halldór Elvarsson

þetta er blíantsteikning sem ég gerði af vini mínum í tilefni 40 ára afmæli hans og fígúrurnar í kring eru dýr sem hann teiknaði í bók sína Stafróf dýrana.

kona fær skilaboð/Vermeer tilvísun


þessi mynd hefur verið að flakka um Bandaríkin á samsýningu með málverkum sem eiga það sameiginlegt að vitnað er í gömul verk og ég valdi að endurgera verk eftir Vermeer þar sem stúlka stendur við glugga og les í bréf. Í raun eru það báðar myndirnar fyrir ofan sem ég horfi til.

konudagur/falsaður vitnisburður

lógó

Ég veit ekki hvað þetta er með mig og álfa, en ég var að spá í þetta sem logo.

Snjómaðurinn ógurlegi


þessi herramaður er að lenda á Íslandi um þessar mundir frá Kína, var prenntaður þar. Þetta er photoshop út í gegn og tók mig óratíma að verða sáttur og fullklára myndirnar.Það er einhvernveginn minna umburðarlyndi gagnvart spontant klaufaskap í photoshop en með olíu, vatnslitum og slíku.

Betlari


þessi er hálf kláruð, blek og photoshop, mun byrtast í barnabók sem ég er að teikna í um þessar mundir.

Fýlutröll


smá blek og photoshop æfing, er með maniu um þessar mundir að teikna með bleki og pennastöng með svona "dip nib"

Sveppi

Sunday, September 20, 2009

Feður og synirDrekasaga


þetta er Dofri dreki sem mun birtast í lestrarbók sem ég er að teikna.
Vatns- og trélitir.

Ég og Ferdinand

Þetta er gömul sjálfsmynd af mér í hlutverki Ferdinands, kær vinur úr mogganum.
Vatnslitur.

Bob Dylan

Helga


þetta er dóttir mín Helga, nett pirruð á pabba sínum að sitja fyrir á enn einni myndinni.
svart og hvítt charcoal á gráan pappír

framlag til starandi sjálfsmynda


þessi er nokkura ára gömul og er einskonar leikur með ímynd listmálarans og þennan dramatíska svip sem kemur oft á listmálara sem orsakast samt líklega af einbeitingu eða nærsýni.
olía á striga

uppstilling


hér er málverk af höndum konu minnar.
olía á striga.

mona svína


þetta er mynd úr óútkominni sögu eftir mig þar sem ég nota þekkt málverk úr listasögunni en set svínið Konráð í stað persónanna.
Sagan fjallar um listmálarann Sæmund og aðstoðarsvínið hans.
vatnslitur og digital.