Saturday, December 17, 2011

Bókakápa

þetta var partur af sumarvinnunni minni, að mála þessa bókakápu fyrir Gísla Rúnar. Ég byrjaði á olíumálverki sem ég skannaði inn og vann svo áfram lýsinguna í photoshop. Það er mjög spennandi möguleiki að vinna saman með þessa miðla.

Thursday, December 15, 2011

kertasníkir

smá blek og vatnslitaleikur af því það eru nú að koma jól.

Sunday, October 30, 2011

herra Cleese

smá æfing með gvass, skemmtilegir litir sem maður hefur notað allt of lítið.

Tuesday, October 18, 2011

Hollráð Húgós
Hér eru nokkrar myndir úr nýrri bók sem ég var að teikna í eftir sálfræðinginn Húgó Þórisson en bókin heitir Hollráð Húgós og er gefin út af Sölku bókaforlagi. Þetta var snilldarsamstarf, enda Húgó mikill öðlingur.

Sunday, September 25, 2011

meistari Gísli Rúnar

hér er mynd af Gísla sem ég gerði í tengslum við verkefni sem ég var að vinna.

Friday, July 1, 2011

Emilía

þurrpastel yfir vatnslit.

exi

þetta er akrílmynd, unnin eftir ljósmynd tekinni á símann minn af þessu axarbroti. Vest ég man ekki lengur hvar ég tók myndina. það er alltaf svolítið stuð að glíma við rið og timbur.

Monday, June 20, 2011

Fry, tilbúinn

Af tilefni af þvi að ég er að hlusta á  the Fry cronicols, mjög skemmtilega sjálfsæfisögu snillingsins, varð ég að gera mynd af honum um leið og ég hlustaði, svo þetta var svona hlustrænt portrett. Skemmtileg.

Fry, framhald

Saturday, June 18, 2011

Friday, June 17, 2011

Björn, framhald

Ég er að leika mér að leggja litin ofan á svarthvítan grunn. Það kemur alltaf svolítið skemmtilegur effekt við það. Kannski ég klári samt myndina sem svart hvíta. Það skemmtilega við photoshop er endalausir möguleikar fram og til baka.

Sunday, June 5, 2011

meistari Björn Thoroddsen

Ég fór á Jazz og blústónleika um daginn í Salnum í Kópavogi, þar sem Björn var í broddi fylkingar ásamt nokkrum öðrum snillingum. Maðurninn er alger súpemann á gítar.
ókláruð, digital

mister Raggi Bjarna

Raggi sló í gegn á sömu tónleikum, hann hefur sopið hraustlega úr æskubrunninum

Tuesday, May 10, 2011

Frú Rannveig Ásgeirsdóttir

verður maður ekki alltaf að gera málverk af konu sinni annað slagið, ég klikkaði reyndar að gefa henni eithvað á mæðradaginn síðast, hún má bara eiga þessa sem skaðabætur.
olía á striga

Thursday, April 28, 2011

Helgi Halldórsson skólastjóri og rithöfundur

Hér er mynd sem ég gerði af yfirmanni manni mínum og vini í tilefni af sextugs afmæli hans en myndirnar í bakgrunni eru myndir sem ég teiknaði við 3 sögur sem hann hefur skrifað, frábær ævintýri af gamla skólanum með drekum og prinsum og viðeigandi persónum og hafa verið notaðar við lestrarkennslu í skólanum okkar.

Monday, April 25, 2011

feitur kall með lítinn hund

þarna er ég og bangsi, minni hunurinn minn. Málað eftir mynd sem dóttir mín tók á síman minn, vatnslitur á pappír

Wednesday, March 23, 2011

brúin yfir skítalæk

þetta er ein af svokölluðu símamyndum, þ.e. myndum sem ég mála eftir myndum teknar á símann.
vatnslitir á pappír

Heimir Karlsson 5tugur

ég var beðinn um að teikna þennan öðling af vinum og vandamönnum  fyrir 5tugsafmælið hans.

Saturday, March 5, 2011

rembrant

var að gera smá tilraunir með nýjan pensil í photoshop, gefur ágætlega malerísk áhrif og passar vel við hin maleriska Rembrant. Það má vera að ég hafi ofgert nefið :)

Sunday, January 23, 2011

og fleirri Sófus og svína myndir í tilefni Dimmalimm verðlaunanaog hér eru nokkrar í viðbót

Dimmalimm verðlauninaf tilefni þess að ég vann Dimmalimm verðlaunin, veðlaun fyrir myndskreytingar 2010 byrti ég aftur þessar myndir á blogginu en þær eru úr bókinni minni, Sófus og svínið. Jibbí

Tuesday, January 4, 2011

vatnslita viðhald

blek og vatnslitir eru alltaf jafn skemmtilegir að leika sér með.