Saturday, October 31, 2009

Pétur Jóhann


ég hef alltaf ætlað að gefa gvass litum meiri gaum svo það var upplagt að gera smá tilraun með þennan mæta mann.

Óbama


Tuesday, October 27, 2009

eppli og appelsína


Gerði þessar myndir fyrir ónefnda aðila en þær munu byrtast utan á umbúðum hjá þeim í framtíðinni. Olía og photoshop

Sunday, October 25, 2009

Gamli Rockwell


Rakst á profílmynd af Norman Rockwell og fannst upplagt að prufa nýju pennaoddana mína.

Saturday, October 24, 2009

svið


Langaði að gera tilraun með að teikna og skyggja með svörtum trélit, svolítið öðruvísi tilfinning en með blíanti, líklega vaxið.

Thursday, October 22, 2009

Helga og Ransa


þetta eru hárportrett af konu minni og dóttur.

Wednesday, October 21, 2009

einhver Óli

strákarnir í vinnunni

Ég fékk nokkra vini mína til að posa sem óræðir menn í óræðri biðröð, erlendir verkamenn á leið heim, Íslendingar á Múlakaffi?

Rjúpa

Hvort ég er hér undir áhrifum frá Guðmundi frá Miðdal veit ég ekki en mömmu fannst rjúpan heldur horuð og illa til reika. Ég er með þessa rjúpu uppstoppaða í stofunni minni og hef gert nokkrar myndir af henni, þessi er gerð með kolum.

Hamarinn minn

Það mælti mín móðir

Halldór Elvarsson

þetta er blíantsteikning sem ég gerði af vini mínum í tilefni 40 ára afmæli hans og fígúrurnar í kring eru dýr sem hann teiknaði í bók sína Stafróf dýrana.

kona fær skilaboð/Vermeer tilvísun


þessi mynd hefur verið að flakka um Bandaríkin á samsýningu með málverkum sem eiga það sameiginlegt að vitnað er í gömul verk og ég valdi að endurgera verk eftir Vermeer þar sem stúlka stendur við glugga og les í bréf. Í raun eru það báðar myndirnar fyrir ofan sem ég horfi til.

konudagur/falsaður vitnisburður

lógó

Ég veit ekki hvað þetta er með mig og álfa, en ég var að spá í þetta sem logo.

Snjómaðurinn ógurlegi


þessi herramaður er að lenda á Íslandi um þessar mundir frá Kína, var prenntaður þar. Þetta er photoshop út í gegn og tók mig óratíma að verða sáttur og fullklára myndirnar.Það er einhvernveginn minna umburðarlyndi gagnvart spontant klaufaskap í photoshop en með olíu, vatnslitum og slíku.

Betlari


þessi er hálf kláruð, blek og photoshop, mun byrtast í barnabók sem ég er að teikna í um þessar mundir.

Fýlutröll


smá blek og photoshop æfing, er með maniu um þessar mundir að teikna með bleki og pennastöng með svona "dip nib"

Sveppi