Friday, January 29, 2010

stufkústurinn hans pabba

þetta er kústur sem ég erfði eftir föður minn heitinn en þennan kúst handlék hann oft við að hreinsa upp sparslryk, sérstaklega þegar hann málaði glugga en í þeim var hann snillingur, en að mála glugga skammlaust er ekki á hvers manns færi.

Monday, January 18, 2010

uppstilling


að mála brauð hefur alltaf eitthvað sérstakt við sig, eitthvað andlegt, eða svoleiðis.

Monday, January 11, 2010

brauðskurður


þessi er ennþá í vinnslu, ekki enn sáttur við hendurnar, eru of yfirslýstar og litlausar, þetta er þriðja myndin sem ég mála af höndum konunar minnar.
Olía á striga

Friday, January 1, 2010

Bertelsson


áfram tilraunastarfsemi með Painterinn, fann svo ágæta prófílmynd af Þránni á netinu án skeggsins en skáldaði það síðan á, kallinn er svo flottur eftir að hann safnaði jólasveinaskeggi. Myndin er enn hálfkláruð.