Saturday, November 28, 2009

Tveir fiskar, fimm brauð


Í sumar skrapp ég á Þingvelli og veiddi mjög fallegar bleikjur á nýju flugustöngina mína og datt þá í hug að framkvæma gamla hugmynd, að mála 2 fiska og fimm brauð, svona nett biblíutilvísun, ég er svolítið svag fyrir slíku. Tók ca. 40 myndir af fiskunum því ég er það lengi að mála að vinnustofan væri farin að lykta illa ef ég hefði ætlað að láta fyrirsæturnar liggja þar til verkið væri búið.

Friday, November 13, 2009

Vermeer


Stúlka með perlueyrnalokk er tvímælalaust ein af mínum uppáhaldsmálverkum, svínið Konnráð bregður sér í hlutverk ýmissa málverka sem ég held upp á.

Monday, November 9, 2009

Sjálfsmynd


Að mála sjálfsmyndir er fastur liður hjá sumum árgöngum sem ég kenni og niðurstöðurnar eru oft frábærar. Þessi mynd er eins konar samsuða af nokkrum nemenda minna með sjálfsmyndirnar sínar.

Monday, November 2, 2009

Heimar


þetta er svona fólkakomponeríng. ( ég er í dulargervi lengst til hægri, smá Hitchcock syndrome.)
Olía á striga

Sunday, November 1, 2009

Johnny Cash


ég byrjaði á að gera skissu á blað sem ég tók síðan á síman minn og sendi yfir í tölvuna því ég gerði þessa upp í sumabústað og var ekki með skannan minn með. Síðan málaði ég hana í photoshop en datt í hug að gefa painter smá séns, hef aldrei komist upp á lag með að mála í painter en blandararnir þar eru mikið betri en í photoshop og olíupenslarnir eru fjári skemmtilegir.