Tuesday, December 21, 2010

þrastarportrett


hér eru tveir þrestir, annar uppstoppaður sem ég gerði portrett af og hin lá dauður eftir að hafa flogið á glugga í sumarbústað systur minnar en ég tók mynd á símann minn. (kannski svolítið morbid)

Sunday, December 19, 2010

stúfur

og að sjálfsögðu verður að vera einn stúfur um þessi jól.
vatnslitir og blek

woddy Allen

þetta er ein af nokkrum sem ég hef málað /teiknað af W A, það er eithvað við andlitið þannig

Monday, December 13, 2010

myndir fyrir heimasíðu


hér eru nokkrar vatnslitamyndir sé ég var að gera fyrir heimasíðu fyrir Barnaheill.

Wednesday, November 24, 2010

42 ára

en ein sjálfsmyndin. Olía á striga.

Raggi litli í ævintýralandi


í tilefni af útkomu þessarar bókar sem ég teiknaði í fylgja nokkrar myndir.




Sunday, October 31, 2010

Hallgrímskirkja

hér er ein af mörgum vatnslitamyndum sem ég vann síðastliðið sumar af kirkjum Reykjarvíkur.

Wednesday, October 13, 2010

Tuesday, September 28, 2010

dreki

maður þarf alltaf að gera einn og einn dreka annað slagið.
hluti af verkefni sem ég er að vinna.
blek og photoshop

Tuesday, August 31, 2010

Hallvarður (Varði) tónskáld

þarna pósaði Varið með gítarinn sinn, svolítið bítl í þessu málverki

Monday, August 16, 2010

upprisa hortensíunar

þetta er sjálfsmynd með blómið hortensía sem dó en lifnaði óvænt við og fór að blómgast á ný

Tuesday, August 3, 2010

uppstilling

þarna er komin skýringin á vaxtarlagi mínu. Það er allavega kál með.
olía á masonit.

Monday, July 19, 2010

göngutúr í Eyjafyrði

þarna er ég í hlutverki túrista og Guðmundur frændi pósaði sem Jesú

Tuesday, June 22, 2010

Thursday, June 10, 2010

Bókaútgáfa

júhú, í tilefni þess að bókin mín um listmálaran Sófus og svínið Konnráð birti ég hér nokkrar myndir úr bókinni af einskærri útgáfugleði

Tuesday, June 8, 2010

Fleirri kirkjur

hér koma svo hinar 2 úr Kópavogi.
vatnslitur

Thursday, May 20, 2010

kirkjur

ég fékk pönntun um að gera portrett af nokkurum kirkjum, hef sjaldan gert húsamyndir, sérstaklega með vatnslitum svo ég sló til og fannst þetta bara ljómandi gaman. Nokkrar enn eftir.

Wednesday, May 5, 2010

Friðrik Þór

Var að kaupa mér nýtt teikniborð, G-pen, Genius og varð að prufukeyra það. Kunni bara ljómandi við það, klára Frikka seinna.

Sunday, April 25, 2010

æpandi svín

þessi mun birtast í bók sem verið er að gefa út um þessar mundir eftir mig, lestarbók fyrir krakka

Friday, April 9, 2010

Jóhanna

það er einhvernveginn ekki hægt að mála Steingrím öðruvísi en að níðast á Jóhönnu líka. Mér líkar vel að vinna svona svarthvítt og lit síðan yfir. Á enn nokkra vinnu eftir, hárið nokkuð óklárað og fleirra hálfunnið einhvernveginn.

Saturday, April 3, 2010

skallagrímur

smá páskaföndur, hopp á milli photoshop og painter, ókláruð

Thursday, April 1, 2010

Connery Skallagrímsson

Ég er vissu um að Bond myndi sóma sér vel í hlutverki forföður míns, Egils Skallagrímssonar.
Ég ákvað að nota Connery í smá photoshop tilraun þar sem ég mála hann fyrst í svart hvítu og bæti síðan litnum ofan á með mörgum hálfgegnsægjum leyerum, var að uppgötva hve soft light leyerinn er gagnlegur í þessu tilliti.

Monday, March 22, 2010

einhverskonar stígvélaður köttur

smá photoshop tilraun þar sem ég vinn einungis með einn lit, misgráan og leik mér með soft light layera til að skapa ljós og skugga.

Monday, March 15, 2010

emilía og ávextir

mig langaði að gera tilraun með vatnsliti og eggjarauðu og nota eggjarauðuna sem bindiefni fyrir litin, svona hálfgerð eggtempera. En einusinni var Emilía fórnarlamb.

Friday, February 26, 2010

þingvallableikjur

ég veiddi þessar síðasta sumar á nýju flugustöngina mína á Þingvöllum.
Vatnslitur

Monday, February 22, 2010

emilía í sundi

Þessi er máluð eftir mynd sem ég tók á símann minn þegar við fórum í sund í nauthólsvík.

Friday, February 12, 2010

brabra

smá teikniæfing með fuglunum úr myndmenntastofunni minni.

Monday, February 8, 2010

Little miss sunshine

Helga, stóra systir málaði Emilíu þegar hún var sex ára og mér brá svo þegar ég sá hana að ég varð að mála hana, mynnti mig óneitanlega á þá bíómynd sem titillinn vísar til.

Friday, January 29, 2010

stufkústurinn hans pabba

þetta er kústur sem ég erfði eftir föður minn heitinn en þennan kúst handlék hann oft við að hreinsa upp sparslryk, sérstaklega þegar hann málaði glugga en í þeim var hann snillingur, en að mála glugga skammlaust er ekki á hvers manns færi.

Monday, January 18, 2010

uppstilling


að mála brauð hefur alltaf eitthvað sérstakt við sig, eitthvað andlegt, eða svoleiðis.

Monday, January 11, 2010

brauðskurður


þessi er ennþá í vinnslu, ekki enn sáttur við hendurnar, eru of yfirslýstar og litlausar, þetta er þriðja myndin sem ég mála af höndum konunar minnar.
Olía á striga

Friday, January 1, 2010

Bertelsson


áfram tilraunastarfsemi með Painterinn, fann svo ágæta prófílmynd af Þránni á netinu án skeggsins en skáldaði það síðan á, kallinn er svo flottur eftir að hann safnaði jólasveinaskeggi. Myndin er enn hálfkláruð.